Um okkur

 

Hanna Margrét Arnardóttir & Rakel Guðmundsdóttir, stofnendur og eigendur Tilefni

Tilefni var stofnað í maí 2023. Eftir að hafa sótt margar veislur mánuðina á undan sátum við saman eitt kvöldið og þar kviknaði hugmyndin að Tilefni.
Við upplifðum mikinn skort af veisluvörum á Suðurlandi og mikil keyrsla fylgdi öllum veislum fram og til baka yfir heiðina. Við sáum vöntun á markaðnum og tækifæri til að uppfylla þessar þarfir Sunnlendinga. Við viljum auka þægindin og minnka stressið sem fylgir því að halda hvers konar veislur hvort sem það er skírn, afmæli, brúðkaup, gott partý eða hvert sem tilefnið er. Við viljum bjóða upp á fallegar vörur sem gerir tilefnið eftirminnilegt. Þar að auki leggjum við mikið upp úr góðri og persónulegri þjónustu sem og sveigjanleika.
Öll tilefni eru mikilvæg og skreytingar spila stórt hlutverk við að gera tilefnið eftirminnilegt.

Þríþætt þjónusta: 
Tilefni býður upp á þrenns konar þjónustu, veisluvörur til sölu, leiguvörur og skreytingaþjónustu. Skreytingaþjónustan býður upp á ráðgjöf og uppsetningu á vörum okkar. Við sníðum skreytingar eftir þörfum hvers og eins og erum opnar fyrir öllum hugmyndum.

 

Hanna Margrét Arnardóttir

Hanna Margrét er mikil áhugakona um hönnun. Hún hefur lokið BA gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands og MS í markaðsfræði úr Háskólanum á Bifröst. Hún hefur alltaf haft mikla þörf fyrir að skapa og hanna og er alltaf með einhverskonar verkefni í gangi sem tengist því. 

 

Rakel Guðmundsdóttir

Rakel Guðmundsdóttir er sannkölluð people person enda með BA gráðu úr Tómstunda- og félagsmálafræði. Hún er framtakssöm og keyrir öll verkefni vel af stað. Það er svo sannarlega hægt að treysta á það að Rakel skili sínu því hún hefur svo mikla ástríðu fyrir öllu því sem hun tekur sér fyrir hendur.
Ef þú hefur einhverjar ábendingar fyrir okkur hvort sem það er um vöruúrval eða hvað sem það er, endilega sendu okkur línu á tilefni@tilefni.is.