Skilmálar

Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru eða þjónustu á www.tilefni.is

Almennt 

Tilefni.is er rekin af Tilefni & Viðburðir ehf, kt. 620523-0890, vsk númer : 149164, Þúfulækur 16, 800 Selfoss. 

Netpantanir
Pantanir sem berast okkur er pakkað inn eins fljótt og auðið er og reynum við að senda allar sendingar af stað samdægurs. Sé varan ekki til verður haft samband við kaupanda og gefum við þá upp áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða varan endurgreidd sé þess óskað. Helíum blöðrur þarf að sækja til okkar nema samið sé um annað. 

Afhendingartími
Við sendum alla virka daga. Frá Mánudegi til föstudags. Sendingar geta tekið 1 – 3 virka daga að skila sér til kaupanda. Við reynum þó að hafa biðina sem stysta og afhenda vöruna eins fljótt og hægt er. Einnig er hægt að óska eftir því að sækja vörurnar til okkar, þér að kostnaðarlausu. 

Helíum blöðrur þarf að sækja til okkar í Þúfulæk 16, 800 Selfoss. 

Sendingarkostnaður
Áður en greiðsla fer fram bætist sendingarkostnaður við pöntunina. Sendingarkostnaðurinn er samkvæmt gjaldskrá Íslandspóstsins/Dropp. 


Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Vörur sem pantaðar eru af heimasíðu okkar er hægt að skila innan tveggja vikna (14 daga) og fá endurgreiðslu. Skilyrðin eru að varan sé í upprunalegu ástandi og þegar hún var keypt, þ.e. Í upprunalegum umbúðum, ónotuð óskemmd og kvittun þarf að fylgja.

Vinsamlegast hafið samband við okkur á netfangið tilefni@tilefni.is áður en vöru er skilað.

Hafi Tilefni sent ranga vöru til viðskiptavins getur viðskiptavinur sent vöruna til baka á kostnað Tilefni. Ef það er gert skal senda staðfestingu á að vara sé komin í póst á tilefni@tilefni.is. Að sama skapi sendir Tilefni þá rétta vöru til viðskiptavinar honum að kostnaðarlausu um leið og staðfesting er móttekin. Viðskiptavinur getur þó að sjálfsögðu óskað eftir endurgreiðslu vilji hann það frekar.

Verð og skattar
Öll verð á heimasíðu tilefni.is eru með 24% virðisaukaskatti og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur. Tilefni.is áskilur sér rétt á að hætta við viðskipti ef rangt verð hafi verið gefið upp. Þar að auki áskiljum við okkur fullan rétt til að breyta verðum fyrirvaralaust.

Gölluð vara
Tilefni.is áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta, ef að viðkomandi vara er uppseld, skemmd eða gölluð. Tilefni mun upplýsa kaupanda eins fljótt og kostur er, og hugsanlega koma með tillögu að annarri vöru sem kaupanda gefst kostur á að samþykkja eða hafna. Sendingarkostnaður (ef við á) er aðeins endurgreiddur sé vara gölluð.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Lög og varnarþing
Varðandi viðskipti við okkur, sem og önnur atriði í samningsskilmálum þessum gilda íslensk lög. Rísi ágreiningur milli Tilefni og viðskiptavinar skal mál vegna þess rekið fyrir íslenskum dómstólum.

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu? Endilega sendu okkur póst á tilefni@tilefni.is og við svörum þér eins fljótt og auðið er.