Leiguskilmálar

Leigufyrirkomulag:
 1. Leiguvörur eru bókaðar í gegnum netfangið okkar tilefni@tilefni.is
 2. Reikningur fyrir leigunni er sendur í sömu viku og tilefnið er. 
 3. Sjá má í vörulýsingu hvort viðskiptavinur þurfi að sækja vörur á leigu eða hvort vörunni sé komið til viðskiptavinar. 
 4. Tilefni býður upp á afhendingu á öllum leiguvörum gegn vægu gjaldi á Suðurlandi og Höfuðborgarsvæðinu. Gjald er mismunandi eftir stærð á vörum. 
 5. Ef viðskiptavinur hefur greitt fyrir leigu vörur fyrirfram og vill hætta við bókun gilda eftirfarandi reglur: Þegar meira en 48 klukkustundir (2 sólarhringir) eru í afhendingu fæst leiguverðið endurgreitt að fullu. Til að fá bókunina endurgreidda þarf að senda tölvupóst á tilefni@tilefni.is með bókunarnúmeri og reikningsupplýsingum.
 6. Hætti viðskiptavinur við bókun þegar minna en 48 klukkustundir (2 sólarhringir) eru í afhendingu fæst 50% af leiguverði endurgreitt. Til að fá bókunina endurgreidda þarf að senda tölvupóst á tilefni@tilefni.is með bókunarnúmeri og reikningsupplýsingum.

Leigutími/verð:

 1. Leigutími á vöru er almennt tæpur sólarhringur og miða öll verð við það. Ef viðskiptavinur óskar eftir að leigja vöru lengur en uppgefinn tími þá er greitt 50% af leiguverðinu fyrir hvern auka dag sem viðskiptavinur vill hafa vöruna nema samið sé um annað. Ef viðskiptavinur hefur hug á lengri leigu en 3 dagar getum við hjá Tilefni gefið tilboð í gegnum tölvupóstinn okkar tilefni@tilefni.is
 2. Sækja má leiguvöru klukkan 14:00 þann dag sem leigja á vöruna nema samið sé um annað.
 3. Leiguvöru skal skilað fyrir klukkan 12 á þeim skiladegi sem samið var um. 
 4. Sé leiguvöru ekki skilað á þeim tíma sem samið var um skal viðskiptavinur greiða fullt leiguverð fyrir hvern liðinn dag frá skiladegi.

 

Ábyrgð/tryggingar:

 1. Þegar viðskiptavinur hefur fengið leiguvöru afhenda færist ábyrgð og áhætta á leiguvörum yfir á viðskiptavin eða þegar starfsmenn Tilefni hafa lokið við uppsetningu.
 2. Við yfirfærslu ábyrgðar er viðskiptavinur ábyrgur fyrir öllu tjóni sem verður á leiguvöru og/ef leiguvara glatast. Hvert tjón er metið fyrir sig af starfsmönnum Tilefni. 
 3. Öllum leiguvörum skal skilað hreinum. Ef því er ekki fylgt eftir skal viðskiptavinur greiða þrifgjald sem er mismunandi eftir vörum. Þrifgjald getur verið frá 2.500 – 20.000 krónur.