lax- og kartöfluquiche            fyrir 6

frábær réttur sem hægt er ağ gera fyrirfram og er jafngóğur heitur sem kaldur

 

 

 

 

 

2 bollar rifiğ samlokubrauğ
2 msk. smjör
2 msk. olía
450 g rauğar kartöflur, afhıddar og skornar í litla bita1/2 bolli skalottlaukur, fínt saxağur
450 g heitreyktur lax eğa silungur, skorinn í litla bita
3 msk. graslaukur, smátt saxağur
2 tsk. ferskt dill
4 stór egg
1 bolli matreiğslurjómi
3 tsk. dijon-sinnep
1/2 tsk. salt
1/4 tsk. svartur pipar, nımalağur
sırğur rjómi
lítil kapers
nokkrar greinar ferskt dill

Matreiğsluleiğbeiningar:
Byrjiğ á ağ hita ofninn í 200°C. Setjiğ brauğiğ á bökunarplötu og ristiğ í ofninum í u.ş.b. 5 mín. Látiğ kólna. Hitiğ smjör og olíu saman á pönnu viğ fremur háan hita og steikiğ kartöflurnar şar til şær verğa meyrar og stökkar.

Bætiğ skalottlauki saman viğ og steikiğ şar til laukurinn er mjúkur. Takiğ af hitanum. Hræriğ saman brauğ, lax, graslauk og dill. Hræriğ şví næst kartöflurnar og skalottlaukinn varlega saman viğ. Smyrjiğ stórt eldfast mót meğ smjöri eğa pensliğ meğ olíu og setjiğ kartöflublönduna í. Pískiğ eggin. Hræriğ síğan matreiğslurjómanum, sırğum rjóma og sinnepi saman viğ. Bragğbætiğ meğ salti og pipar. Helliğ eggjablöndunni yfir kartöflurnar og látiğ standa í fimmtán mínútur. Lækkiğ hitann á ofninum í 180°C. Bakiğ í u.ş.b. 30 mín. eğa şar til blandan er tilbúin. Skeriğ í ferkantağa bita, skreytiğ hvern şeirra meğ 1 msk. sırğum rjóma, 4 kaperskorum og dilli og beriğ fram. Şennan rétt má gjarnan útbúa deginum áğur og setja í ofn rétt fyrir framreiğslu. Hann er einnig afar góğur kaldur.
 

tilefni@tilefni.is • Auğur Ögn Árnadóttir • sími 862-2872