Undirdiskar úr dökkum reyr undirstrika diskana og kantađ lag ţeirra, glösin eru gul-gyllt og hćfa tilefninu sérstaklega vel.


Til ađ merkja hvern disk fyrir sig notađi ég hćnuegg á litlum basthring sem lá í beđi af fjöđrum. Hćgt er ađ nota hvađa túss sem er til ţess ađ skrifa međ á eggin.


Ég notađi beige litann dúk undir og ofan á hann lagđi ég röndóttan löber .


Vatnsglös í sama lit og vínglösin notađi ég sem kertaglös, lítill basthringur í botninn og egg-laga kerti ţar ofan í.


Brauđstangir tilheyrđu forréttinum en voru einnig tilvaliđ skraut á borđiđ.


Fiđur og dúnn á dúknum til ađ minna á tákn páskana; páskaungana en öllu helgara tákn er krossinn sem ég setti viđ sitthvorn borđsendann.


Blómaskreytingin var einföld eins og alltaf, blómin bundin saman í ţéttan vönd, stilkarnir klipptir svo ađ knúpparnir rétt kíktu upp fyrir barm vasans. Koparvír var svo vafiđ eins og geislabaugum ofan á vöndinn.

 

 

 


 

páskamáltíđin

Í minn fjölskyldu tíđkast ađ hafa hamborgarhrygg á páskum ţar sem jólamaturinn samanstendur af purusteik og tilheyrandi. Viđ iđkum svo sem ekkert óhefđbundnar ađferđir viđ matreiđslu eđa framreiđslu ţessa algengasta hátíđarréttar Íslendinga en sósan sem viđ höfum tekiđ algjöru ástfóstri viđ  er svolítiđ sérstök. Hún kallast KókaKóla sósa ţó ađ í henni sé bćđi meira magn af tómatsósu og sinnepi + rauđvín. Ég veit, ég veit, alveg stórundarlegt en ég hvet ykkur til ţess ađ prófa, ţessi sósa er engu lík. Ekki skemmir ađ hún er alveg einstaklega einföld og fljótleg og ţađ er nćstum ekki hćgt ađ klikka á henni.
 


menu

Villisveppa- og villihrísgrjóna súpa m. grissini

Hamborgarhryggur m. KókaKólasósu, heimalöguđu rauđkáli, waldorfsalati og brúnuđum kartöflum

Earl Grey pots de créme

drykkir

er hćgt ađ drekka eitthvađ annađ en hina alíslensku blöndu;
 
malt + appelsín ?
, veldu ţá bragđmikiđ og kröftugt rauđvín.


minnisatriđi


Viku áđur: Ef stendur til ađ bjóđa uppá rauđvín međ matnum er ágćtt ađ koma ţví bara frá og bregđa sér í ÁTVR. Ţađ er um ađ gera ađ leita ráđa hjá starfsfólkinu sem er vel ađ sér um vörur verslunarinnar.
4 dögum áđur: Keyptu Hamborgarhrygginn og ţađ af matnum sem ţolir geymslu. Taktu upp páskaskrautiđ frá ţví í fyrra og  ákveddu hvernig  ţú ćtlar ađ skreyta borđiđ í ár.
2 dögum áđur: Verslađu í matinn ţađ sem á vantar og kauptu blómin. Straujađu dúkana og servíetturnar.
Daginn áđur: Leggđu á borđiđ og útbúđu eftirréttinn, hann ţarf hvort eđ er svo langan tíma til ađ stífna. Rauđkáliđ er líka gott eftir sólarhringsgeymslu svo ţađ er um ađ gera ađ nýta sér ţann eiginleika ţess.
Samdćgurs: Eldađu hamborgarhrygginn og  súpuna og útbúđu annađ međlćtimynstur og margbreytileiki
Ţađ er einhvern veginn sjálfgefiđ ađ nota gulan á páskaborđiđ og ég sé ekki fyrir mér ađ nota annađ en varíasjónir af honum sem ađallit ţó ađ ađrir komi til greina til ađ lífga uppá heildarmyndina. Gul-gylltir tónar í glösum spila skemmtilega međ gula litnum og kallast á viđ  ţennan brúna sem er í fjöđrunum, litlu hreiđrunum og undirdiskunum. Öllu má ţó ofgera og varast skal ađ hafa páskaunga gulann lit á öllu sem fyrir verđur, blandiđ saman gulum og jarđlitum eđa gulum og pastellitum til ađ fara ekki yfir strikiđ.

möguleikar
• Oft er ég ekki međ forrétt ţegar bođiđ eru uppá reykt kjöt í ađalrétt. Ţađ er saltađ í ţokkabót og ţví engin léttavara fyrir meltinguna. Forrétturinn sem valinn er ćtti ţví ađ endurspegla ţađ.

• Til ţess ađ spara tíma er óvitlaust ađ fá sér bara pott af páskaliljum, setja í fallegan pott og binda slaufu á. Ţá ertu komin međ fallega borđskreytingu sem engan tíma tekur ađ útbúa.

• Súkkulađi pots de créme eru auđvitađ mikiđ ţekktari  heldur en te útgáfan og fyrir ţá sem eru ekki spenntir fyrir tei er ţađ góđur kostur.

 

mússík
Virgo Gloriosa sálmadiskurinn hennar Báru Grímsdóttur er ákaflega hátíđlegur og fallegur, get ekki hugsađ mér neitt betra undirspil á páskahátíđinni.

 
tilefni@tilefni.is • Auđur Ögn Árnadóttir • sími 862-2872