sambal oelek

Ferskt chilli eša ekki ?  Žaš veršur hver aš įkveša fyrir sig.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég verš aš jįta žaš aš stundum (jęja ókey, mjöög oft) žegar ég fer ķ mķna vikulegu verslunarleišangra, slęšist meš hjį mér ķ körfuna žaš sem viš fyrstu sżn mętti flokkast undir algjöran óžarfa. Žessi óžarfi į oftar en ekki rętur sķnar aš rekja til mjög svo exótķskra staša sem ég hef aldrei komiš til og teljast žvķ nżlunda į mķnu heimili. Til aš fullkomna  tilgangsleysiš er viškomandi afurš  oft komiš fyrir aftast ķ bśrskįpnum žegar heim er komiš vegna žeirrar einföldu stašreyndar aš ég hef ekki hugmynd um hvernig mašur brśkar žessa freistingu sem ég gat alls ekki į móti mér lįtiš. Ķ bśrskįpnum situr svo  žessi krukka/ pakki / dós jafnvel mįnušum saman žangaš til, einn daginn, er ég er eins og eyšimörk hvaš varšar hugmyndir aš kvöldmatnum, ég fer aš gramsa ķ skįpnum ķ leit aš innblęstri. Og śt kemur sambal oelek. Hver fjįrinn er žaš aftur ? Fariš į netiš og upplżsinga leitaš, žetta reynist vera chilli paste frį Indónesķu,  bśiš til śr žurrristušum chilli aldinum, salti og pśšursykri en ķ stöku tilfellum er bętt viš tamarind, hvķtlauk og lime safa. Notaš sem sósa / višbit eša til žess aš krydda meš.

Kvöldmatur aš žessu sinni varš voša góšur Indónesķskur Nautakjötsréttur meš kókosmjöls-sambal, kryddašur meš sambal oelek.

Uppfrį žessu hef ég vaniš mig į aš nota sambal oelek ķ staš chilli ķ nįnast allt sem kallar į hita, hvort sem uppskriftin tilgreinir ferskt chilli eša žurrkaš. Stašreyndin er nefnilega sś aš chilli aldinin eru svo rosalega  missterk eftir tegundum, framleišslulandi og stęrš aš žaš er eins og rśssnesk rślletta aš henda žessu ķ pottana,   žś veist aldrei hver śtkoman veršur. Nś er ég alltaf örugg, ég žekki mitt chili paste og žau įhrif sem žaš hefur.


tengt efni:

• Aš frysta kryddjurtir
• Steinselja
 

 

 

tilefni@tilefni.is • Aušur Ögn Įrnadóttir • sķmi 862-2872